Monday, October 31, 2005

Snjóraunir

Lentum í því að festa bílinn á leið í sumarbústað á laugardag. Sem betur fer vorum við barnlaus og kattarlaus. Eftir að við vorum búin að fá hjálp við að ná honum upp og leggja á góðum stað hlóðum við vistum og varningi á bakið og gengum að bústaðnum. Sko, þegar maður er með gott rauðvín og hreindýrakjöt meðferðis, veðrið dásamlega fallegt og heitur pottur bíður, þá gefst maður ekki svo auðveldlega upp. Við vorum í góðu yfirlæti í tæpan sólarhringa en lögðum aftur af stað til byggða um 14:00. Þetta gekk alveg ágætlega og engum varð meint af.....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home