Friday, January 20, 2006

Jibbý

Ray Davis að koma til landsins. Tónleikar 14. apríl - föstudagurinn langi og afmælisdagur minnar eldri dóttur. Hún verður löggiltur táningur. Kinks er svona eiginlega uppáhalds hljómsveit míns manns og við ætlum svo sannarlega. Ég kynntist fyrst verulega alvarlegum forföllnum Kinks aðdáanda sumarið 1979. Þá var ég að vinna í fiski í frystihúsinu í Hnífsdal og bjó þá í verbúð. Þar var margt skemmtileg fólk og þetta var skemmtileg lífsreynsla. Þarna kynntist ég Linnett systrunum Jóhönnu og Ragnheiði sem voru í fiskvinnu í nálægu plássi. Þær komu einmitt að heimsækja þennan rosalega Kinks áðdáenda sem skrópaði í vinnunni til að hlusta á sérstakan Kinks þátt á rás eitt. Þeir voru nú ekki margir góðir poppþættir á rás eitt þessi árin - helst voru það létt þýsk dægur lög frá ýmsum tímum og lúðrasveit hollenska hersins og svo svona stöku pródúseraðir poppþættir (ég tek það fram að hann pabbi minn var yfirmaður tónlistardeildarinnar á útvarpinu á þessum tíma) og þessum þáttum var tekið fagnandi.
Þessi forfallni Kinks aðdáandi heitir Hjálmar Sveinsson og vinnur einmitt hjá útvarpinu - ekki við að spila Kinks heldur í Speglinum góða.......

1 Comments:

Blogger Uppglenningur said...

Ég skil það að maðurinn hafi skrópað í vinnunni til að hlusta á þáttinn. Sumarið 1990 tók ég mér frí eftir hádegi í unglingavinnunn til að standa brot úr degi í biðröð til að geta keypt miða á Bob Dylan tónleika. Ætli þetta sé eðlilegt?

EinarJ

3:16 pm  

Post a Comment

<< Home