Thursday, January 19, 2006

Péééééningar

Okkur hjónum áskotnaðist heldur betur peningur í gær - og bara dágóð upphæð svona miðað við okkar fjárráð - bæði ríkisstarfsmenn - need I say more.
Alla vega var þessi fjárhæð komin inn á reikinginn okkar og við könnuðumst ekki neitt við neitt. Haldið ekki bara að við höfum ofgreitt í greiðsludreifinguna á síðasta ári og vorum á fá til baka!
Ég veit þetta eru mínir eigin peningar sem ég borgaði á sínum tíma, en tilfinningin er samt eins og að hafa unnið í happdrætti. Svo fengum við 15 þúsund í Háskólahappdrættinu. Allt er hey í harðindum og ekki veitir af núna eftir Kanarýeyja dásemdina......

2 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

frábært, bara :-D

11:47 am  
Blogger Uppglenningur said...

Kannast við tilfinninguna, manni finnst maður vera að fá vinning en er í raun bara að fá það sem maður á rétt á.

8:43 pm  

Post a Comment

<< Home