Af tísku og töffheitum
Þegar ég var að komast á unglingsárin svona í kringum 1970 - 1972 þá bárust hingað myndir af hippum í USA sem klæddust gallabuxum sem búið var að klippa skálmar af þ.e. gallastuttbuxum. Þetta þótti rosaflott og nú gengu allir í slíku þegar veður leyfði. Ekki féll þetta í kramið hjá þeim eldri því þeim fannst þetta druslulegt; ekkert faldað og vasarnir komu jafnvel niðurfyrir skálmarnar.
Um daginn þá sat ég á hárgreiðslustofu og gleypti í mig af áfergju Séð og heyrt. Þar voru m.a. myndir af einhverri rosalega fínni verðlaunaafhendingu í Þjóðleikhúsinu og var vandlega tekið fram á myndunum hvar konurnar fengu kjólana sem þær voru í og einnig var talsvert fjallað um fylgihluti. Á einni myndinn var mynd af konu sem var vægast sagt mjög drusluleg í þessu samhengi því hún var í hippa-stuttbuxum. Kona þessi erfið talsverð auðæfi og er ein af þeim efnaðri í landinu. Ekki veit ég hvað hún gerir en hún birtist iðulega á síðum tímarita sem viðhengi með manni sínum sem er þekktur og farsæll sviðs/kvikmynda leiksjóri.
Undir myndinni var konan nafngreind og blaðamaðurinn hélt hvorki vatni né vindum yfir hvað þetta væri nú rosalega smart, lekker og flottur klæðnaður á konunni ......og skálmarnar niðrúr og allt. Endaði síðan með að nafngreina konuna og sagði að viðkomandi klikkaði nú ekki þegar tíska væri annars vegar.
Ég þykist viss um að ef einhver annar en viðkomandi kona hefði mætt í slíkri múnderingu á þessa hátíð þá hefði sú manneskja verið gerð brottræk.
Um daginn þá sat ég á hárgreiðslustofu og gleypti í mig af áfergju Séð og heyrt. Þar voru m.a. myndir af einhverri rosalega fínni verðlaunaafhendingu í Þjóðleikhúsinu og var vandlega tekið fram á myndunum hvar konurnar fengu kjólana sem þær voru í og einnig var talsvert fjallað um fylgihluti. Á einni myndinn var mynd af konu sem var vægast sagt mjög drusluleg í þessu samhengi því hún var í hippa-stuttbuxum. Kona þessi erfið talsverð auðæfi og er ein af þeim efnaðri í landinu. Ekki veit ég hvað hún gerir en hún birtist iðulega á síðum tímarita sem viðhengi með manni sínum sem er þekktur og farsæll sviðs/kvikmynda leiksjóri.
Undir myndinni var konan nafngreind og blaðamaðurinn hélt hvorki vatni né vindum yfir hvað þetta væri nú rosalega smart, lekker og flottur klæðnaður á konunni ......og skálmarnar niðrúr og allt. Endaði síðan með að nafngreina konuna og sagði að viðkomandi klikkaði nú ekki þegar tíska væri annars vegar.
Ég þykist viss um að ef einhver annar en viðkomandi kona hefði mætt í slíkri múnderingu á þessa hátíð þá hefði sú manneskja verið gerð brottræk.
2 Comments:
Minnir mig á þegar við Óli fórum á fína naumhyggjuveitingastaðinn á Hverfisgötu sem nú er dáinn (kannski úr naumum skömmtum) og sáum Hans Kristján Árnason og einhverjar mjög ungar konur og sínu eldri karlmenn við eitt borðið. Ein karlveran vakti sérstaka athygli okkar fyrir hvað hún var tötraleg, horuð, sjúskuð og argintætuleg. Skömmu síðar sá ég í glansara að þetta var Bob Geldoff. Jón Baldvin Hannibalsson sá líka einhvern tíma einn úr Rolling Stones koma inn á veitingastað í NY og hélt að þjónninn hlyti að vísa honum út.
Nú skil ég af hverju mér er aldrei hent út af Næstabar ;)
Post a Comment
<< Home