Wednesday, August 23, 2006

Kossar og knús í morgunsárið

Tvær stúlkur 11 og 13 ára voru kysstar vel og knúsaðar af mömmu sinni þegar lagt var upp í fyrsta skóladaginn. Reyndar eru þær búnar að tilkynna mér að þær vilji vakna sjálfar á morgnanna og koma sér sjálfar af stað en ég fékk ekki betur séð en að þær kynnu að meta gott brauð með nýju rifsberjahlaupi smurt af mömmu í morgunmat. En ég er að sjálfsögðu ánægð ef hægt er að klára öll mál á kvöldin og þær fari einar á fætur. Svo er nú aldrei langt að fara inn til pa og ma ef eitthvað er að.
Mamma mín vaknaði nú alltaf með okkur og var búin að leggja á morgunverðarborð og mikið fannst mér það notalegt.

3 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

Stelpurnar vakna með pabba sínum, hafa lengi séð um nestið sitt sjálfar. Nú þarf ég aftur á móti að fara að koma drengnum í skólann.

9:33 am  
Blogger Kristin Bjorg said...

Það kom nú dálítið á þær þegar ég spurði hvort þær ætluðu þá líka að sjá um nestið - ekki alveg á því. Þær þurfa nesti bæði í morgunhressingu og hádegismat. Ég ætla að reyna að smyrja á kvöldin og svo má sú eldri kaupa sér stöku sinnum. Það kostar álíka mikið að kaupa sér samloku eða pastabakka eins og það kostaði að hafa þær í heitum mat í skólanum.

10:37 am  
Blogger Hildigunnur said...

Freyja og Finnur eru bæði í heitum mat, Fífa dottin út úr því síðan í fyrra. Hún sér samt áfram alveg um sig sjálf (Freyja líka, tvo daga í viku í fyrra), stundum smyr hún nesti og stundum kemur hún heim í hádeginu. Virkar bara fínt.

8:01 am  

Post a Comment

<< Home