Tuesday, August 29, 2006

Sinfóníu tónleikar

Þegar ég las að spila ætti allar Brahms sinfóníurnar og alla Beethoven píanókonsertana hjá Sinfó í vetur þá greip mig óstjórnleg löngun til að kaupa mér kort. Ég man ekki síðast hvenær ég heyrði Beethoven píanó konsert á tónleikum. Ég ætla að kaupa mér regnbogakort á fimm tónleika því mig langar líka á Mozart tónleikana. Þegar ég var ungur tónlistarnemi þá fussuðum við og sveiuðum yfir svona kerlingum eins og mér sem bara komu á tónleika þegar leikin voru þekkt verk. Nú er ég semsagt orðin ein af þessum kellum. Það verður t.d. gaman að heyra í John Lill aftur en hann á að spila konsert númer 5. Hann hefur komið a.m.k. tvisvar til landsins og til var plata með honum heima þar sem hann spilaði Beethoven sónötur. Ég held að hann hafi einu sinni unnið Tjækoffsí keppnina. Svo spilar Víkingur líka þann númer 3 að ég held. Og Christina Ortiz spilar númer fjögur. Ég er farin að hakka til. Það verður dálítið rýmri hjá mér tíminn þar sem ég ætla að vera áfram í fríi frá Dómkórnum mínum væna......

1 Comments:

Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Þetta byrjar svona ;)

11:55 pm  

Post a Comment

<< Home