Frabært!
Nick Cave brást svo sannarlega ekki. Þetta voru rosalega kraftmiklir og góðir tónleikar og stemningin mögnð - enda gæinn magnaður. Bandið með honum var rosalegt, sérstaklega fiðluleikarinn. Forsetahjónin voru á staðnum, Dorrit sæt og æðisleg eins og alltaf og drakk gos úr dósinni. En allt í einu sá ég fyrir mér furðulega sýn. Þau hjónin komin heim á Bessastaði, Dorrit sparkar af sér stigvélunum og setur Cave á fullt í græjunum. Dansar á há glans parketinu á sokkunum og reynir svo að fá Ólaf til að dansa við sig við lögin Do you love me? og In to my a arms. Dálítið skelfileg sýn....
2 Comments:
Væri það ekki bara sætt? Óli og Dorr dansandi á parketinu. ;)
Ekki finnst mér slíkt neitt skelfilegt
Post a Comment
<< Home