Átrúnaðrargoðið
Nú er rétt rúmur sólarhringur þangað til Nick Cave stígur á sviðið í Laugardalshöll. Mikið óskaplega hlakka ég til. Ég fékk miða á rosalega góðum stað enda var ég komin í netsamband eina mínútu eftir að miðsala opnaði í júní. Við ætlum í sveitasæluna í nótt og elda nautalund sem fékkst á ótrúlegu verði í Bónus. Mest hlakka ég til að fara í heitan pott. Ég er hrikalega þreytt eftir vikuna. Ég er líklegast orðin allt of gömul til að ferðast og þurfa að vaka á ókristilegum tímum. En guði sé lof fyrir helgar....
0 Comments:
Post a Comment
<< Home