Thursday, September 14, 2006

Herragarðsfrúin snýr heim

Jæja - þá er ég komin eftir fínt námskeið hjá dönunum. Danskan var reyndar dálítið erfið; það gekk ágætlega að skilja fyrirlesarana, sérstaklega þegar þeir notuðu power point, en verra gekk að skilja hvað sagt var í hópavinnunni. Ég fékk fínar hugmyndir, fullt af efni og svona stuð sprautu.
Herragarðurinn var frábært - er víst í eigu danska kennarasambandsins. Þarna var stofa eftir stofu eftir stofu og allt með fallegum nýjum og gömlum dönskum húsgögnum. Og maturinn var sjúkur. Veðrið 18 - 20 gráður og sólskin. Getur maður beðið um eitthvað meira?
Það var þó eitt sem vantaði. Það var sama hvað ég gerði mig huggulega og hugsaði jákvætt - hann var hvorki á Strikinu né á Herragaðinum - herrann sem mig langaði að hitta.
Og hver er hann? Jú það er sæti gráhærði Olsen bróðurinn. Ég var einhvernveginn svo viss um að ég mundi hitta hann.......

4 Comments:

Blogger Ester Elíasdóttir said...

Gulli hefur örugglega setið heima og hugsað rosalega neikvætt - þess vegna birtist ekki Ólsenbrósi...

7:05 pm  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Þú hlýtur að hafa verið illa haldin af þessum sjúka mat og vafalaust fegin að komast heim aftur í þá þverskornu.

1:00 am  
Blogger Kristin Bjorg said...

Það verður að viðurkennast að það er gott að komast í þverskorna eftir ofát í útlöndum.....

11:24 am  
Anonymous Anonymous said...

var herrann ekki bara í garðinum?

(ég kýs skáskorna)

12:10 pm  

Post a Comment

<< Home