Thursday, October 26, 2006

Sólargeisli

Í dag er viðtal við nágranna okkar - hana Elvu. Hún er nýkomin frá því að keppa í fimleikum á Ólimpíuleikum. Elva er með einhverskonar þroskafrávik en er dugleg í fimleikum og syngur með Gradualekórnum í Langholtskirkju. Hún hefur nokkrum sinnum komið heim og Anna farið til hennar og hún ein sú jákvæðasta og dásamlegasta manneskja sem ég hef hitt. Hún er mikið úti á skólalóð og rólar þar eins og hún eigi lífið að leysa. Hún hefur svo fallegt og skemmtilegt viðmót að allir sem umgangast hana verða einhvernveginn léttir í skapi. Og það er svo margt fallegt og gott í lífinu.....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home