Tuesday, November 28, 2006

Dimmt og notalegt

Við druslumst hérna mæðgurnar - þær stússast í herbergjum og ég hlusta á kvöldfréttir- þær fyrstu í kvöld. Bryndís mín hefur verið með hor í nös og slöpp og var heima í gær og dag. Ég var heima hjá henni í gær og vann til 13:00 í dag og var svo bara heima hjá minni. Nú er trommað við hliðina á mér - 10. bekkingurinn Siggi nágranni að æfa sig. Ég ætla að elda pasta og eitraða sósu úr niðursöoðnum tómötum með. All rólegt í Vogahverfi - og lífið er ósköpin öll gott. Þessi vika verður rólegri en sú fyrri - ég þarf að koma út jólagetrauninni til nemenda í 1. - 5. bekk í vikunni og vinna að einu og öðru. Hef ég virkilega ekkert merkilegt og spennandi að segja? Eiginlega ekki og kveð ykkur að sinni......

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

heldurðu ekki granna mín að trommarinn og vinir hans séu búnir að fá æfingahúsnæði í Nökkvavogi.(bílskúr) Þannig að núna er bara verið að æfa undir stigspróf, míkrafónar, saxafónar, magnarafónar, gítarafónar, bassafónar... jebb allt farið út kjallaranum... hvor heldur þú að sé glaðari, ÉG eða ÞÚ :) Við getum farið að leggja okkur á daginn í myrkrinu.
Góðan bata Bryndís mín.
knús granna

9:10 am  
Blogger Kristin Bjorg said...

Fegnastu verður væntanlega nafni hans í kjallaranum!!!

12:03 pm  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Er ekki frábært þegar engar eru fréttirnar en allt er samt svo gott?

7:21 pm  

Post a Comment

<< Home