Wednesday, November 29, 2006

Ef ég ætti milljón

Ég væri alveg til að fara til heitari landa um jólin. Kanarý var fínt í fyrra og ég gæti alveg hugsað mér að vera þar hver jól. Málið er bara að fjögurra manna fjölskylda þar sem báðar fyrirvinnur eru ríkisstarfsmenn hefur ekki ráð á að fara í slíka ferð nema endrum og sinnum.
Ef þið eruð með aur á lausu þá tek ég við........

2 Comments:

Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

Ef þú finnur einhvern styrk, endilega að láta mig vita. Ég eyddi 60 þúsundum í síðustu ferð, þ.e. ferðir og hótelkostnað auk alls annars, þar af kostaði Æsland Express mig 34370 krónur samkvæmt nýjum VISA-reikning. Er það nema von að ég sé svekkt út í þetta okurfélag sem lýgur að okkur að það sé lággjaldafélag!

12:35 am  
Blogger Anna Kristjánsdóttir said...

p.s.
Restin af kostnaðinum eru 5000 krónur til Ryan Air, 16000 krónur í hótelkostnað í Torino og 5000 krónur fyrir hótel á Stansted.
Að sjálfsögðu er annar kostnaður ekki inni í þessum 60 þúsundum.

12:38 am  

Post a Comment

<< Home