Wednesday, November 29, 2006

Sjónvarpskvöldið mikla

Jæja þá er það sjónvarpsgláp í kvöld. Fyrst Bráðavaktin - hef aðeins misst úr einn þátt öll þau ár sem myndaflokkurinn hefur verið sýndur. Síðan er það ANTM - 7. serían að byrja og ég ætla sko ekki að missa af þessari seríu frekar en hinum. Svo eru það fréttir klukkan 22:00 og svo The L-word. Að sjálfsögðu tek ég upp breska grínið sem er klukkan 21:00. Er þetta normal?.
Ég bara nenni engu öðru - mig langar t.d. niðrí Ráðhús og hlusta á Bogomil Font og Stórsveitina en 100 villtir hestar næðu ekki að draga mig út.
Ég ætla að elda kjúkling eftir uppskrift Jóhönnu Vigdísar og hafa það kósí.
Hún yngri dóttir mín hefur ekki alveg verið verklaus í dag; skóli til klukkan 14:00, saxafónn klukkan 15:00, handbolti klukkan 16:00 og og svo er hún núna í karate til klukkan 19:00.

5 Comments:

Blogger Ester Elíasdóttir said...

Ég hef verið óbilandi aðdáandi Bráðavaktarinnar þar til Abbie kyssti Luka AGAIN. Þá missti ég alveg áhugann og fannst allt komið í hringi. Hins vegar finnst mér ég þurfa á Bráðavaktina ef ég missi úr ANTM... svoldið spes fyrir svona intellektíur eins og okkur, ekki satt...
Einhverja lesti verður maður nú að hafa - þeir gerast verri. haha

7:23 pm  
Blogger Hildigunnur said...

ég setti stopp á þriðju ANTM röðina í einni bunu, hér verður horft á Nigellu á þessum tíma, næstu miðvikudagskvöld í staðinn.

8:10 am  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Nigella verður tekin upp!

4:39 pm  
Blogger Kristin Bjorg said...

Nigella á vhs!

8:44 am  
Blogger Hildigunnur said...

ég GET EKKI TEKIÐ UPP nema það sem ég er að horfa á síðan við fengum breiðbandið :(

6:24 pm  

Post a Comment

<< Home