Thursday, December 21, 2006

Falleg hrúga

Í svefnherbergi Bryndísar í morgun - þrjár stelpur sváfu vært í jólafríi. Ein rauðhærð, ein skolhærð og ein svarthærð. Mínar fölar eftir íslenskan vetur - Veronika brún og falleg. Hún er fædd í Tælandi en var ættleidd hingað tveggja ára gömul. Foreldrar hennar eru íslensk/amerísk og halda heimili bæði á Háaleitisbraut og í Los Angeles. Hún er jafn gömul þeirri yngri og hittir stelpurnar á sumrin og um jól því þær mæðgur búa nú vestanhafs. Í gær þegar við sóttum hana þá tóku stelpurnar upp þráðinn eins og ekkert væri - ekkert mál þó þær hefðu ekki sést í fjóran og hálfan mánuð.

1 Comments:

Blogger Ester Elíasdóttir said...

Oh, tókstu ekki mynd?

6:08 pm  

Post a Comment

<< Home