Þær gömlu passa upp á sínar
Mamma mín býr í blokk og í húsinu eru þær nokkrar ekkjurnar sem eru talsvert fullorðnar. Þær kíkja til hver með annari, fara út í búð hver fyrir aðra,skiptast á dagblöðum, eru með lykla hver að íbúð annara. Dálítið notalegt og krúttlegt - sérstaklega þegar mamma mín 80 ára bankar hjá einni enn eldri og spyr hvort hana vanti eitthvað úr búðinni.
Um daginn þá var mamma niðrí anddyri og ein vinkonan var eitthvað völt á völubeini. Mamma sá að hún var að fara að detta aftur fyrir sig og svo hún fengi ekki skell tók hún af henni fallið og saman duttu þær kyllifaltar afturá bak. Nú er mamma mín með samfallna hryggjaliði og hin eldri með ljótan marblett.
Um daginn þá var mamma niðrí anddyri og ein vinkonan var eitthvað völt á völubeini. Mamma sá að hún var að fara að detta aftur fyrir sig og svo hún fengi ekki skell tók hún af henni fallið og saman duttu þær kyllifaltar afturá bak. Nú er mamma mín með samfallna hryggjaliði og hin eldri með ljótan marblett.
2 Comments:
Þú ert engill. Þetta fer á sinn stað í byrjun janúar. Gleðileg jól elskan og kveðja til þinna
Áts fyrir mömmu þína - en mikið eru þær yndislegar. Svona samfélagi myndi ég vilja búa í þegar ég verð komin á þeirra aldur.
Post a Comment
<< Home