Saturday, December 23, 2006

Þorláksmessa

Búið að taka af öllum rúmum. Gulli er búin að skera rauðkálið og það kraumar í fimmtán lítra pottinum. Einnig malla epli í eplaköku í potti. Búin að gera raspið í eplakökuna. Þrjár hangikjötsrúllur bíða suðu -15 mann hér í mat á jóladag. Nautalundin bíður í ísskápnum. Á eftir að gera súkkulaði músina sem er i eftirmat á morgun. Freyðivínið bíður kælingar - rauðvínið við hliðina á eldavélinni bíður eftir réttu hitastigi.
Ég á eftir að setja ótal kerti í stjaka.Pökkuðum inn í gær öllum pökkum sem fara úr húsi.
Á eftir ætlum við öll út í síðasta stúss.
Gæti lífið verið betra..........

ps. jú - ef við hefðum fengið rjúpu eða hreindýrakjöt

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hefðir kannski átt að fá aðra af tveimur rjúpunum sem Biggi "the killer" Gunn veiddi þetta árið, reyndar líklega stútfull af höglum, en bara upp á lyktina eða eitthvað :)

Gleðileg jól!

5:38 pm  
Blogger Ester Elíasdóttir said...

Jamm, nóg að gera hjá þér! Ekkert að gera hjá mér... sniff, sniff (þ.e.a.s. í Ömmu Ruth). Jæja, ég er þá ekki að drepast úr stressi á meðan (nema svona nettu fjárhags-...)

Jóla þig hér með í bak og fyrir, mín kæra!

7:40 pm  
Anonymous Anonymous said...

óska þér og þínum gleðilegra jóla, kæra Kristín:)

11:51 am  
Blogger Kristin Bjorg said...

Elsurnar mínar - gleðileg jól til ykkar og ykkar náustu. Komst Snorri heim um jólin Ester? Hvernig er í Noregi Sævar minn?

1:46 pm  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Kristín Björg, saknaði þín á kirkjuloppptinu á aðfangadag og gleymdi að knúsa þig eftir tónleikana um daginn. NB er að tala um mjög jákvæðan áheyranda ala Anna Sigga sem vert er að knúsa mikið. Gleðileg jól. Knús og klemm. Gvöðný Dóra

1:33 am  

Post a Comment

<< Home