Monday, June 28, 2004

Gamalt og gott

Við hjón brugðum okkur af bæ á föstudagskvöld og fórum m.a. á Hornið í léttan snæðing. Ég hef ekki komið á Hornið í fleiri, fleiri ár - gæti trúað að þau væru 15 - og mikið var notalegt að koma þarna aftur. Ég á afar góðar minningar frá Horninu þegar það opnaði 1980 og þar var mörg pizzan snædd og drukkið Matteus Rose með.
En hvað pantaði ég mér - jú auðvitað djúpsteiktan cammenbert! Ég man upplifunina fyrir 24 árum - maður hafði aldrei fengið þvílíkt hnossgæti. Og mér fannst næstum eins og skynsömu skórnir mínir sem konur á fimmtugs aldri klæðast breytast í kínaskó, bleiki bolurinn minn í mussu, svarti jakkinn í anorakk og allt makeup færi af andlitinu!

4 Comments:

Blogger Gestur Svavarsson said...

Ójá. Spurning hvort fleiri fari ekki unnvörpum að reyna að endurupplifa nostalgíur endurminningablogganna?

10:27 am  
Anonymous Anonymous said...

Þetta er K martið not anonymous
Til hamingju með brúðkaupsafmælið Kristín þarna um daginn

1:38 pm  
Blogger Hildigunnur said...

tja maður fær nú meira að segja sultu með ostapizzunni á 67! snilld.

4:35 pm  
Blogger Hildigunnur said...

og jú, nú er maður gersamlega dottinn í nostalgíuna, ekki skrítið!

4:35 pm  

Post a Comment

<< Home