Minnimáttarkend
Það hefur lengi farið í taugarnar á mér þetta tal um "íslands-vini" þetta og "íslands-vini" hitt. Það er eins og það megi ekki koma hingað hljómsveit eða einhverjir aðrir "frægir" - þeir eru strax komnir með sæmdarheitið Íslandsvinir. Það fer í taugarnar á mér þegar einhver rekur við á keflavíkurflugvelli, stingur tá í blá lónið og fer á svið í laugardalshöll fær þetta sæmdarheiti.Þetta er einhver rosaleg minnimáttarkend hjá okkur. Ef þið viljið kynnast raunverulegum Íslandsvini, þá mæli ég með bakþönkum Hrafns Jökulssonar í Fréttablaðinu í gær.
11 Comments:
Ekki orð í viku! Þú ert nú málgefnari en þetta Kristín.
Með ósk um frekari skrif,
Andseti þinn á Umferðarstofu
Einar J
Heyrðu Kristín, virkar ekki kommentakerfið hjá þér eða er það bara svona seinvirkt?
Einar J
Sæll Andseti minn!!!!
Ég vissi það! - þú ert þegar farin að sakna mín!
En ég hef ekki verið í tölvusambandi síðan á föstudag - kommentakerfið hjá mér er ekki nógu gott - ég þarf að taka þetta í gegn hjá mér svona seinna í sumar - nú liggur leið norður í land - ekki allt gott að frétta?
kristín fagra
Jú, jú allt gott að frétta. Sjoppan gengur bara ágætlega þrátt fyrir að þú sért farin í frí ; ) Það vantar að vísu fleira fólk. Þó það geti verið gott að vera í kompaníi við sjálfan sig er það svolítið einhæft til lengdar . . .
Einar J
Mér finnst þetta ekki vera neinn Gusugangur. Bara lognmolla. Á ekkert að skrifa?
Þórdís
Jú en Helga Vala hvernig heldurðu að það sé fyrir okkur að þurfa að engjast ALLAN DAGINN af tilhlökkun og óþreyju eftir því að geta spjallað við þig og þína í hálfa aðra mínútu? ; )
Einar J
komin úr sjálfskipaðri tölvu útlegð - búin að vera á sígaunaflakki með fjölskyldunni í nær hálfan mánuð - heimsóttum hvern útnáran á eftir öðrum í þessari röð:
Sauðárkrókur, Hofsós, Siglufjörður, Sauðárkrókur, Hofsós, Akureyri, Hofsós, Hólmavík, Bjarnafjörður (reyndum að komast í Goðdal), Hnífsdalur...og svo ótal ferðir milli Hnífsdals og Ísafjarðar. Dásamlegt frí!!! Veðrið gott, náttúran yndisleg, gististaðir af öllum tegunudum og gerðum, mikið rauðvín, talsvert af snafs og bjór, skemmtilegur félgasskapur með mínum nánustu og öðru góðu fólki.....grill, hamborgarar, pylsur, besti matur í heimi á gistiheimilinu í Bjarnarfirði og svona mætti lengi telja.....meira síðar - þú eru það stórþvottar og svo þarf ég að vinna upp útvarps og sjónvarpsleysi síðustu vikna!!!!
þetta skrifar ég sjálf
hmm, hvers vegna skrifarðu þetta sem komment? átti þetta ekki heima sem færsla?
fríið hljómaði vel, hjá þér, annars!
tölvan mín er svo ömurlega að ég get af einhverjum ástæðum ekki bloggað að heiman - aðeins kommenterað....
ég sjálf
Er ekki bara málið að fá sér nýja tölvu?
Einar
fyrsta málið er að fá sér hvaðþaðnúheitir - þráðlausa nettengingu - gulli er með fartölvu sem ég gæti notað þegar hann er ekki að vinna....ég sjálf
Post a Comment
<< Home