Wednesday, August 18, 2004

Taka tvö

Jæja - þá ætla ég að reyna aftur þetta skemmtilega blogg. Ég er búin að vera í afar löngu og góðu fríi, fór um landið - norðu, vestfirði, dalina og snæfjallaströnd. Var í síðustu viku þegar verðrið var sem best á Snæfjallaströnd, og hvílík fegurð! Blankalogn og djúpið með Æðey í forgrunni, alveg hreint ótrúleg sjón. Skygni var ekki mikið vegna hitamisturs og þess vegna sást ekki yfir Djúpið til Hnífsdals og Bolungarvíkur. Mamma mín er fædd og uppalin í Hnífsdal, hafði sem barn horft yfir á Snæfjallaströnd og langaði nú að sjá heimahagan yfir Djúpið. Við verðum bara að fara aftur næsta sumar í þeirri vona að veðrið verði ekki alveg eins gott!
Við vorum einnig í Dölunum og keyrðum Fellsströnd og Skarðsströnd. Þangað hafði ég ekki komið áður. Við fórum einnig að bæ Eiríks rauða og fengum örfyrirlestur um hann og hans fjölskyldu. Ég þekki ekkert til íslendingasagna og því kom sér vel að vera með mömmu sem hefur farið á nokkur námskeið hjá Jóni Bö.
Fyrr í sumar vorum við vísitölufjölskyldan nokkarar nætur í Pálshúsi í Hnífsdal. Sumarið 1979 vann ég í frystihúsinu þar í bæ og stundaði sveitaböllin í félagsheimilinu. Það var gaman að koma á fornar slóðir og börn og buru. Í Pálshúsi var mikið fjör þessa viku - þegar mest var vorum við þar 10 sem gistum. Sól skein í heiði, logn undur húsvegg, fjörugar samræður, hestar í haga sem börnin heimsóttu, grill, rauðvín og fullt af annari óhollustu. Fórum og dorguðum á bryggjunni í Bolungavík og þar fá börn lánuð björgunarvesti fyrir dorgið. Góð hugmynd! Nokkrir ufsatittir á stöng. Er komin til vinnu og að setja mig í stellingar fyrir veturinn. Ferðalögum ekki alveg lokið - meira um það seinna

0 Comments:

Post a Comment

<< Home