Tónleikar
Ég ákvað fyrr í sumar að láta alla þessa tónleika fram hjá mér fara - en svo er Marianne Faithful að koma og í henni verð ég að heyra. Ég er nú það ung að ég man ekki eftir henni 1964 (þó ég hafa átt as tears go by á vinil í eina tíð) en hef verið einlægur aðdáandi hennar síðan hún kom aftur fram á sjónarsviðið 1979 - ætla einhverjir fleiri?
2 Comments:
velkomin til baka í bloggheima :-)
verður reyndar gaman að vita hvernig verður með tónleika marianne faithful, þeir eru auglýstir í háskólabíói þann 11. nóv (ekki satt?) en þá eru bara alveg óvart sinfóníutónleikar með bíómyndatónlist, undirrituð að syngja með og allt! eitthvað klúður þar í gangi. ég var einmitt að benda henni helgu hauks hjá sinfó á þetta áðan og hún saup alveg hveljur. varla eru tónleikar faithful ætlaðir í neinum öðrum sal en þeim stóra?
Þetta er duló - nei þeir eru í sal eitt því að þeir segja að 900 miðar séu í boði...
Æi þessi dagur hentar mér svo vel - þetta er í miðjum tónlistardögum Dómkórsins, en rekst þó hvorki á æfingar né tónleika...ég ætla að athuga málið...
kristín björg
Post a Comment
<< Home