Friday, September 10, 2004

Hlakka til

Ég er búin að fá mér tvo miða á Marianne Faithfull og hlakka rosalega til. Tónleikarnir eru 11 nóvember á Broadway. Ég varð fyrir vonbrigðum með að þeir hefðu verið fluttir frá Háskólabíói því mér leiðist Broadway alveg hroðalega, en það er bót í máli að stólum verður raða eins og í tónleikasal, en ekki setið við borð, þannig að ef við komum tímanlega þá er von til að fá góð sæti.
Nú ætla ég að hlusta á Faithfull alla helgina

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ Sigga Péturs. hér. Týndi blogginu þínu, en fann það aftur mér til ánægju í dag. Gaman að lesa það :) Var að lesa um upplifun þína af Lilju 4-ever og datt í hug að þú hefðir gaman af að lesa það sem ég skrifaði um myndina á www.kvika.net Slóðin beint á umfjöllunina er http://www.heima.is/tonaflod/press/kvikm.asp?strAction=getPublication&intPublId=158

Hún er skelfilega löng, ef þú nærð ekki að klippa og líma hana inn þá er umfjölluninn á síðu 18 undir "kvikmyndir". Ciao :)

11:10 am  
Blogger Uppglenningur said...

Ég mæli með því að þú farir líka á tónleika Blonde Redhead í Austurbæjarbíói (sem heitir EKKI Austurbær eða Bíóborgin, innsk. kommentara). Miðar til á tónleikana 20 september. Frábær sveit sem ég sá í Höllinni árið 2000 eða 2001. Myndi fara sjálfur ef ég yrði á landinu (sem ég verð ekki).

2:20 pm  

Post a Comment

<< Home