Wednesday, September 08, 2004

Sveitasæla

Ég bloggaði ekki frá Aþenu en héðan úr sveitasælunni er tilvalið að blogga. Í dag sá ég Forrest Whittaker leikarann heimsfræga (sögðu þeir á stöð 2 áðan) hann var svona 3 metra frá mér. Myndarlegur maður og fullvaxinn. Og ógleymanlegur úr The crying game. Á föstudag koma hingað Tjabbe, Sylvia og ríkisarfi Svíþjóðar svo það má segja að um mig blási vindar þeirra frægu og konungbornu. Forrest er reyndar farin og ég verð farin þegar þau sænsku koma, but so what.
Hvernig var kokkteillinn með konungi Þórdís?

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ágætar snittur og of fínt kampavín til að það væri gott. Botoxið í andliti drottningar sveik ekki, kóngurinn hálf vankaður og prinsessan einsog á myndum. Tilgangsleysi konungdæma holdgert í stórum pakka. Semsagt allt í góðum gír.

11:13 pm  

Post a Comment

<< Home