Thursday, September 02, 2004

Tískunesti skólabarna

Í morgun setti ég slatta af "mini carrotts" í nestisbox dætra minna. Þetta er samkvæmt heimildum eldri dóttur minnar tískunesti í Vogaskóla, eða allavega í hennar bekk. Gott þegar svona hollusta er í tísku. Í búðinni í gær bað´hún einnig um að fá að taka með hið hroðalega ógeð skólajógúrt - dísætur andskoti - en vitiði hvað - mamman lét undan. Ég tek það fram að þetta er í fyrsta skipti í 6 ár sem ég samþykki það. Er ég slæm móðir, of eftirlátssöm, nenni ekki að standa á mínu - svona spurningar þjóta oft um í höfðinu á mér, en ég viðurkenni að þessar grundvallar spurningar voru ekki áleitar þegar ég keypti jógúrtið - mig langaði einfaldlega að gleðja barnið

2 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

jamm, það er allt í lagi að láta smá eftir þessum elskum af og til, svo lengi sem þau vita að grunnreglurnar gilda. bara spurningin um undantekninguna frá reglunni.

3:38 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hefur þetta ekki eitthvað með Latabæjarhagkerfið að gera? Ég man þegar það fór í gang umturnuðust öll börn þessa lands í litla heilsupúka á einni nóttu. Neituðu að borða sælgæti en báðu þess í stað um gulrætur og epli í nestið. Síðan skráðu þau árangurinn í þartilgerða bók og hafa ábyggilega fengið einhver verðlaun eftir árangrinum. Annars hefðu þau aldrei lagt þetta á sig.

4:59 pm  

Post a Comment

<< Home