Monday, September 06, 2004

Sjónvarp

Ég horfi talsvert á sjónvarp - kannski helst til of mikið. Ég á það til að detta oní framhaldsþætti og svo hreinlega verð ég að horfa á hvern þátt. Ég hef t.d. séð alla ER þættina, þó svo ég hafi verið á kóræfingum á miðvikudögum undanfarin 9 ár. Nú sé ég að það er fullt af þáttum að byrja aftur á skjá einum, og þá verður nú lítið úr kvöldunum hjá mér. Arrrrg.
Ég hef verið húkkt á Practice undanfarin ár og er rosalega fegin að vælukjóinn Bobby og konan hans með titrandi höku skulu vera hætt. Mér finnst James Spader vera alveg hreint ómótsæðilegur í nýjustu þáttaröðinni. Mér hefur hingað til fundist hann sætur strákur en núna er ég hreint og beint hryllilega skotin í honum. Almáttugur minn!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home