Wednesday, September 01, 2004

Saxafón tími

Jæja ég fór í minn fyrsta saxafón tíma í gær. Ekki blés ég sjálf í lúðurinn heldur hún Bryndís dóttir mín sem er níu ára síðan í ágúst. Hún er búin að vera í forskóla í tvö ár og gat þess vegna blásið Góða mamma í fyrsta tíma!Hún setti fljótt stefnuna á saxafóninn þegar hún hóf tónlistarnám - sagði að saxafóninn hefði svo frjálslegan tón. Ég er afar ánægð með að hún skuli læra á blásturshljóðfæri og geti verið í lúðrasveit þegar fram líða stundir. Ég lærði á píanó í mörg ár og það er dáldið einmannalegra. Svo ætlar hún Bryndís að halda áfram í karate, hún er komin með hálft rautt belti og hyggur á meiri frama í þeirri íþrótt. Ekki dregur það úr áhuganum að sl. vor þegar karatenu lauk fékk hún viðurkenningar skjöld fyrir ástundun, framfarir og prúða framkomu.
Bryndís elskar stærðfræði og dýr og ætlar að vera stundum knapi og stundum dýralæknir og stundum að vinna í dýrabúð. Hún hefur líka mikin áhuga á íslenska þjóðarblóminu og spáir talsvert í hvaða blóm verði fyrir valinu. Hún spekúlerar í ýmsum hlutum t.d. yfir morgunverðinum í morgun þá ræddi hún um fréttir á skjá einum - var með það á hreinu að þar væru ekki hefðbundnar fréttir en tveir fréttaskýringa þættir, Dateline (sem hún sagði að væri reyndar búið) og 48hours..... hún hefur líka rosalegan áhuga á að eignast play station og er óþreytandi á að benda okkur foreldrum á tilboð sem ekki er hægt að hafna.
Svo er hún viljug og bóngóð, oft ákaflega utan við sig, finnst gott að tjilla, og ekkert slæmt að vera stundum ein.....
Um Önnu mína skrifa ég seinna

0 Comments:

Post a Comment

<< Home