Monday, September 13, 2004

Matur, matur, matur

Í sumar þegar við vorum á Ísafirði var húllum hæ á Silfurtorginu. Þar var tónlist, verið að selja mat og ýmislegt annað t.d. matreiðslubók (fjölritað hefti) sem konunrnar sem vinna á sjúkrahúsinu höfðu tekið saman . Í þessari bók eru 52 kjúklingauppskriftir. Frá bærtnúna þegar kjúklingar kosta minna en pylsur. Ég prófaði eina um helgina, bringur með beikoni, sveppum, sólþurkuðum tómötum o.fl. Þannig háttaði til að ég átti beikon sem keypt var á Kastrup flugvelli, og þvílíkur munur! Ekki þessar næfur þunnu sneiðar sem hægt er að lesa í gegnum, heldur gæða sneiðar og pannan ekki fljótandi í vatni á eftir. Ég bauð líka upp á beikon og french toast morguninnn eftir - skolað niður með Bónus safa með aldinkjöti - tær snilld....

5 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

og þessu segirðu bara frá sisvona, er þetta ekki bannað, Kristín Björg :-@ ;-)

10:18 pm  
Anonymous Anonymous said...

Nú er þetta bannað!!! - ég hef bara ekki hugmynd um hver setti þetta í ískápinn minn -þarna var búálfurinn svo sannarlega á ferð......
K.

7:17 am  
Blogger Gestur Svavarsson said...

Nei, nú verðurðu að birta tvær úrvals uppskjriftir. Mig vantar nebblega svoleiðis.

4:17 pm  
Blogger Uppglenningur said...

Oj bara . . .

Go veg!

3:51 pm  
Anonymous Anonymous said...

það er spurningin....?
k.

9:08 am  

Post a Comment

<< Home