Wednesday, August 18, 2004

Áhrifamikil mynd

Ég tók á bókasafninu um daginn mynd sem mun seint gleymast - Lilya 4-ever. Þvílíkar hörmungar sem söguhetjan gekk í gegnum og þvílík mannvonnska í einum heimi. Ég sat sem lömuð á eftir. Ég hélt að ekkert gæti verið hörmulegra en aðstæður hennar í heimahögum, en annað átti eftir að koma í ljós. Er þetta raunsönn lýsing á meðferð þeirra kvenna sem lenda í mansali? Ég efast ekkert um það, en veit kannski ekki nógu mikið um málið. Veit einhver eitthvað meir?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home