Tónlist
Ég er að vona að okkur takist að ala dætur okkar upp í góðum tónlistarsmekk. Alla vega eru þær farnar að biðja um Nick Cave eftir að pabbi þeirra keypti DVD með myndböndum hans. En þær vita líka hvað stelpurnar í Nylon heita og ég fæ oft þessar spurningar hver mér þyki syngja best af þeim og hvaða laga mér finnist flottast og hver sé sætust og almennilegust.....Eldri dóttir mín kom heim af kóræfingu um daginn og stundi upp að hún yrði að fá Sing Star - hún væri svo ógurlega þreytta af þessum sálmasöng daginn út og inn - tekið skal fram að kóræfingar eru tvisvar í viku og fleira æft en sálmasöngur!
Hún Anna mín hefur verið viðloðandi kóranna í Langholtskirkju frá því hún var 4 ára og byrjaði í krúttakór Langholtskirkju - nú er hún 11 ára og er komin í Graduale Futuri. Ekki hefur mér tekist að finna íþrótt fyrir hana að stunda, það er búið að reyna badminton, frjálsar, fimleika...við vorum að hugsa um krakkablak en þá stangast það á við kóræfingar. Hún þarf á því að halda að hreyfa sig meira, hún er dáldlið löt blessunin og finnst lífið stundum dáldið erfitt
Hún er rosalega lesblind og reikniblind og hefur hingað til ekki getað lært á klukku eða lært á peninga - og sama hvað maður sýnir henni oft takkana til að hækka og lækka á fjarstýringunni - það er alltaf eins og maður sé að sýna henni þetta í fyrsta sinn. Svo hefur hún orðið utanveltu í bekknum og það hefur gengið svo langt að einu sinni var henni einni ekki boðið í afmæli bekkjarsystur. Sem betur fer komst kennarinn að þessu í tíma og gat talað við mömmu afmælisbarnsins. Skólinn hennar viðurkennir þetta ekki sem félagslegt einelti og ég er afar ósátt við það - sagði mig meðal annars úr foreldraráði skólans vegna málsins. Eins hafa þær ignorerað hana og svara henni ekki þegar hún talar við þær. Óþolandi. Hún er nú samt að jafna sig á þessu, en guð minn góður hvað hún grét í fyrra þegar þetta var sem verst. Núna er hún miklu rólegri yfir þessu, en þetta virðist ætla að vera eins í vetur í s.l. vetur - engin spyr eftir henni og engin hringir í hana og ef hún biður einhverja bekkjarsystur að leika þá er það ekki hægt - skrýtið að sjá þær svo ganga með öðrum stelpum heim. Eins skilur hún ekkert í því hvaða þær þurfa mikið að læra - líka meira að segja á föstudögum! Það kom til umræðu hvort hún vildi fá GSM síma - nýjan eða notaðan því allar í hennar bekk eru með síma. En hún taldi enga þörf á því - það hringir hvort eða er aldrei neinn í mig, sagði hún. Hún fór að sækja fundi hjá KFUK í fyrra og það gerði henni rosaleg gott og þar voru samskipti með eðlilegum hætti.Hún fór síðan eina nótt í Vindáshlíð og það var mjög gaman - hennar herbergi vann í hárgreiðslukeppninni og hún var módelið - enda með gullfallegt rautt hár niðrí mitti.Hún gengur með leikkonu drauma í maganum og fór á námseið hjá Möguleikhúsinu í sumar. Nú grætur hún af því hana langar svo að prófa sig fyrir söngleikinn Oliver! sem sýna á á Akureyri um jólin. Hún sagðist vilja fara í prufu bæði af því að hún gæti og vildi leika og svo færu kannski stelpurnar í bekknum að taka eftir henni....... Námið gengur þokkalega - hún er sem betur fer með spólur eða geisladiska í lesfögum og það hjálpar alveg rosalega. Hún fylgist síðan með textanum á bókinni. En hún þarf hjálp við allt heimanám og gerir ekkert án aðstoðar. Þetta er búina að vera gríðarlega vinna undanfarin ár, en henni fer stöðugt fram og það eru laun erfiðisins. Svo er hún mjög áhugasöm um að standa sig vel og sérlega samviskusöm og aldrei vandamál að fá hana til að vinna heimavinnu. Anna teiknar vel og hefur frá því hún var smástelpa haft gaman af náttúrufyrirbrigðum og dáist að öllu fallegu í náttúrunni. Hún er frekar saklaus og barnaleg og má ekkert aumt sjá. Þeim kemur afar vel saman systurum henni og Bryndísi sem er tveim árum yngir og þó að Bryndís sé komin framúr henni á mörgum sviðum - þá er Anna eldri og það fer ekkert á milli mála.
Hún Anna mín hefur verið viðloðandi kóranna í Langholtskirkju frá því hún var 4 ára og byrjaði í krúttakór Langholtskirkju - nú er hún 11 ára og er komin í Graduale Futuri. Ekki hefur mér tekist að finna íþrótt fyrir hana að stunda, það er búið að reyna badminton, frjálsar, fimleika...við vorum að hugsa um krakkablak en þá stangast það á við kóræfingar. Hún þarf á því að halda að hreyfa sig meira, hún er dáldlið löt blessunin og finnst lífið stundum dáldið erfitt
Hún er rosalega lesblind og reikniblind og hefur hingað til ekki getað lært á klukku eða lært á peninga - og sama hvað maður sýnir henni oft takkana til að hækka og lækka á fjarstýringunni - það er alltaf eins og maður sé að sýna henni þetta í fyrsta sinn. Svo hefur hún orðið utanveltu í bekknum og það hefur gengið svo langt að einu sinni var henni einni ekki boðið í afmæli bekkjarsystur. Sem betur fer komst kennarinn að þessu í tíma og gat talað við mömmu afmælisbarnsins. Skólinn hennar viðurkennir þetta ekki sem félagslegt einelti og ég er afar ósátt við það - sagði mig meðal annars úr foreldraráði skólans vegna málsins. Eins hafa þær ignorerað hana og svara henni ekki þegar hún talar við þær. Óþolandi. Hún er nú samt að jafna sig á þessu, en guð minn góður hvað hún grét í fyrra þegar þetta var sem verst. Núna er hún miklu rólegri yfir þessu, en þetta virðist ætla að vera eins í vetur í s.l. vetur - engin spyr eftir henni og engin hringir í hana og ef hún biður einhverja bekkjarsystur að leika þá er það ekki hægt - skrýtið að sjá þær svo ganga með öðrum stelpum heim. Eins skilur hún ekkert í því hvaða þær þurfa mikið að læra - líka meira að segja á föstudögum! Það kom til umræðu hvort hún vildi fá GSM síma - nýjan eða notaðan því allar í hennar bekk eru með síma. En hún taldi enga þörf á því - það hringir hvort eða er aldrei neinn í mig, sagði hún. Hún fór að sækja fundi hjá KFUK í fyrra og það gerði henni rosaleg gott og þar voru samskipti með eðlilegum hætti.Hún fór síðan eina nótt í Vindáshlíð og það var mjög gaman - hennar herbergi vann í hárgreiðslukeppninni og hún var módelið - enda með gullfallegt rautt hár niðrí mitti.Hún gengur með leikkonu drauma í maganum og fór á námseið hjá Möguleikhúsinu í sumar. Nú grætur hún af því hana langar svo að prófa sig fyrir söngleikinn Oliver! sem sýna á á Akureyri um jólin. Hún sagðist vilja fara í prufu bæði af því að hún gæti og vildi leika og svo færu kannski stelpurnar í bekknum að taka eftir henni....... Námið gengur þokkalega - hún er sem betur fer með spólur eða geisladiska í lesfögum og það hjálpar alveg rosalega. Hún fylgist síðan með textanum á bókinni. En hún þarf hjálp við allt heimanám og gerir ekkert án aðstoðar. Þetta er búina að vera gríðarlega vinna undanfarin ár, en henni fer stöðugt fram og það eru laun erfiðisins. Svo er hún mjög áhugasöm um að standa sig vel og sérlega samviskusöm og aldrei vandamál að fá hana til að vinna heimavinnu. Anna teiknar vel og hefur frá því hún var smástelpa haft gaman af náttúrufyrirbrigðum og dáist að öllu fallegu í náttúrunni. Hún er frekar saklaus og barnaleg og má ekkert aumt sjá. Þeim kemur afar vel saman systurum henni og Bryndísi sem er tveim árum yngir og þó að Bryndís sé komin framúr henni á mörgum sviðum - þá er Anna eldri og það fer ekkert á milli mála.
2 Comments:
ætli kennarinn sé ekki í afneitun, gerðist líka í fífu bekk í hitteðfyrra, strákur sem var alltaf fyrir utan klíkurnar, kennarinn var verkefnisstjóri skólans í eineltismálum og það gat bara ómögulega verið að einelti þrifist í hennar bekk.
fífa er pirruð yfir að fá ekki að fara upp í gradualekórinn. ég stend með henni í því, jújú, ég veit að það þurfa alltaf einhverjir að leiða og vera bestir, hún er bara búin með þann pakka. búin að vera í besta hópnum og best í nótnalestri í mörg ár uppi í allegro. er reyndar komin í tónó núna, en mætti vel fá að spreyta sig líka á einhverju við hæfi í kórnum.
Fólk er því miður fífl. Þegar það rekst á vandamál þá reynir það oftast að finna fljótlegustu aðferðina til að koma því burtu frá sér en ekki að finna bestu lausnina. Svo er heldur ekki til neitt sem heitir "annað tækifæri" nema hjá einstaka englum eins og mér :) Maður verður bara svo reiður að lesa um svona einelti...en ætli það sé ekki best að gera eins og Jesú og vorkenna þessum bekkjarfélögum og kennurum og biðja fyrir þeim. Þeir hljóta að hafa þunga byrgði af sektarkend.
Post a Comment
<< Home