Monday, December 20, 2004

Heltekin af stressi

Þegar ég var að reyna að vera rosalega húsmóðir í vesturbænum með börnin kornung þá var jú gaman að undirbúa jólin en dj..gat ég verið stressuð. Ég man sérstaklega eftir jólunum 1995. Þá bjuggum við á Fálkagötunni kjarnafjölsyldan og stelpurnar voru á fjögurra mánuða og hin átti fjóra mánuði í 3ja ára aldurinn. Á aðfagnadagskvöld var ég með tengdafólkið og foreldra mína í mat og að sjálfsögðu voru rjúpur. Ég var rosalega stressuð yfir rjúpunum og allt átti að vera perfekt. Á aðfangadag var að sjálfsögðu jólabað fyrir stelpurnar, skipt á öllum rúmum, farið í kirkjugarðinn , heimsótt veik frænka Gulla á spítala, keyrðir út pakkar, og eldaðar rjúpur og allt sem við átti að við að eta. Gulli minn var eitthvað slappur og með hita en hélt sér gangandi með hitastillandi. Svo fór ég að syngja í messu klukkan 18:00 og heima beið fjölskyldan. Allt gekk ljómandi vel - ég með barnið meira og minna á brjósti yfir matnum - eitthvað var hún óróleg. Einu sinni þurfti ég þó að henda henni í fagnið á föðrubróður sínum þar sem kviknaði í jólaskreytingu. Mikið fjör yfir pökkum og örþreytt fjölskylda sem lagðist til hvílu. Snemma næsta morgun er Gulli komin með yfir 40 stiga hita og gat ekki talað og leið alveg hroðalega. Ég fékk lækni af læknavaktinni og hún sagði þetta slæma streptokokka. Ég sá líka vorkunnar svipinn á henni - tvö smábörn og fárveikur maður. Ég varð síðan að ræsa bróður minn út til að ná í meðöl í apótekið því ekki gat ég skilið börnin eftir heima hjá manninum sem gat enga björg sér veitt.
All þetta er nú í minningarbankanum. Ég er sjúklega afslöppuð fyrir þessi jól - nýt þess að ganga laugarveginn, söng á tónleikum í gær, búin að pakka inn slatta af gjöfum og dúllast með stelpunum mínum.....jólin koma....

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já, þau koma alveg þótt maður sé ekki í algjörri paník.
Þórdís.

1:25 pm  

Post a Comment

<< Home