Thursday, December 16, 2004

Mikið að gera!

Á föstudag leit laugardagurinn svona út: Ég á kóræfingu milli 11:00 og 13:00, Bryndís á æfingu í Sigurjónssafni klukkan 11:30, Anna Kristín að syngja hjá Sjálfsbjörgu klukkan 13:45, Bryndís í afmæli klukkan 15:00, Bryndís að spila á tónleikum i safninu klukkan 16:00!!! Þetta er náttúrulega bilun - en þetta fór allt vel - kórstjórinn minn lasin og engin æfing og afmælið frestaðist til sunnudags. En mér tókst að komast í bústað klukkan 19:00 á laugardagskvöld, þar fór lamb í ofn, rauðvín í glas og fjölskylda í heitan pott - dásamlegt afslappelsi!

1 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

úff, var einn svona dagur hjá mér um daginn! Ekki hlakka til þegar Anna Kristín kemst upp í Graduale, brjálað að gera hjá Fífu þessa dagana. Syngja hér og þar, alla daga og svo jólasöngvarnir núna um helgina.

7:44 am  

Post a Comment

<< Home