Getur dúkka farið á hausinn?
Þessi spurning dúkkaði upp á mínu heimili um helgina. Það sem dæturnar voru að velta fyrir sér er hvort einhver keypti þessa nýju hroðalega ljótu Birgittu dúkku eða hvort dúkkan færi á hausinn ef engin keypti. Ég næ þessu ekki - mér hefur alltaf fundist fyrirmyndin hún Birgitta falleg og hlýleg stúlka, en þessi dúkka er eins og skrípamynd! Á maður að trúa því að þetta sé mest selda leikfangið þar sem okkur á víst að finnast skemmtilegast að versla?
1 Comments:
amma hennar Freyju var að spá í að kaupa dúkkuna handa henni en gat síðan ekki hugsað sér það þegar hún sá gripinn. Smekkmanneskja hún tengdamamma...
Post a Comment
<< Home