Sunday, January 30, 2005

Dóttir mín?

Þessi elska hún eldri dóttir mín á það til að vera æði tepruleg í tali, t.d. má engin fara á klóið á heimilinu, við verðum að fara á snyrtinguna. Ég næ þessu ekki, og vona að hún vaxi upp úr þessu því ekki heyrir hún svona teprugang hér á heimilinu og þetta er eitthvað svo smáborgaralegt. Og spyrjið hvern sem er - mamma hennar er allt annað en tepruleg. Ég skrifa þessar hugleiðingar hér því að í gær barst málshátturinn "Barnið vex en brókin ekki" í tal okkar á milli. Hún bað mig vinsamlegast að ef ég ætlaði að nota þennan málshátt eitthvað þá myndi ég segja "Barnið vex en nærfötin ekki" Hún hélt greinilega að þarna væri verið að tala um nærbrækur og fannst það eitthvað svona einum of! Æi hún er að verða 12 ára eftir 3 mánuði og það er komin talsverð gelgja í hana blessaða...

5 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

híhí.

ekki er Fífa svona, svo mikið er víst! Ætli þetta vaxi ekki úr henni samt.

Mikið hefði annars verið gaman að hafa þig með um helgina. Þær voru samt mjög fínar og stóðu sig vel, stelpurnar.

1:12 pm  
Blogger Uppglenningur said...

Hvaðan hefur stelpan þetta? Frá Gulla?

8:38 am  
Anonymous Anonymous said...

Ónei - hann Gulli minn er sko engin tepra - vð erum buin að vera saman í 16 ár og hann hefði sko ekki þolað mig svona lengi ef það væri einhver teprugangur í honum!
Ég er helst á því að uppeldið hafi einhverstaðar farið úr skorðum.........
k.

12:56 pm  
Anonymous Anonymous said...

Hafdu engar áhyggjur. Thetta eldist af henni. Ég átti líka svona skeid thar sem ad madur mátti ekki segja brjóssygur heldur vard madur ad segja brjóstsykur (med miklu t-i) og hundrad krónur (ekki hundrad kall) og ég veit ekki hvad og hvad. Allir eiga sín sorglegu skeid. Thetta er bara eitt af hennar ;-)

12:38 pm  
Anonymous Anonymous said...

úbbs gleymdi ad kvitta

Kvedjurnar
Thóra Marteins

12:39 pm  

Post a Comment

<< Home