Tuesday, January 11, 2005

Framhjáhald

Framhjáhaldið í gærkvöldi stóð í þrjá tíma og var alveg dýrðlegt! Maðurinn minn vissi af framhjáhaldinu og maðurinn sem ég var einna mest að halda framhjá tók þátt í framhjáhaldinu!
Hvernig má þetta vera? Jú þetta var svona kóraframhjáhald og stjórnandi framhjáhaldskórsins í þessu verkefni stjórnar mínum venjulega kór. Tónlistin er alveg rosalega skemmtileg, þökk sé hildigunnurr@blogspot.com. Ég hlakka til næstu æfinga og til Skálholtsdvalar.

3 Comments:

Blogger Hildigunnur said...

Fífa gleymdi diskinum, mundi eftir honum þegar klukkuna vantaði tvær mínútur í strætó, er ekki nóg að hún komi með hann á fimmtudaginn? Ætti að muna það þá.

10:57 pm  
Anonymous Anonymous said...

Jú takk - fínt að fá þetta á fimmtudaginn.
k.

7:44 am  
Blogger Hildigunnur said...

skrítið að það er ekki hægt að kommenta undir nafni hjá þér úr pésum, gengur alltaf fínt af Makkanum mínum!

12:57 pm  

Post a Comment

<< Home