Af köttum
Við reyndum allt sem við gátum til að fóstra köttinn Bratt sem er sex ára gamal högni. Bratti leið ósköp illa hjá okkur og þó svo við lokuðum hann inni í lengri eða skemmri tíma, leituðum að honum á kvöldin, gæfum honum þorsk og rækjur, og reyndum á allan hátt að láta honum líða vel þá vildi hann alls ekki þýðast okkur og hreinlega lagðist út. Svo heppilega vildi til að konan og dóttir hennar sem leigja húsið af Gústa og Betu var til í að taka ræfilinn og eftir því sem þær segja þá gengur þetta ágætlega og Brattur er sáttur við að vera komin heim.
En við vorum náttúrulega komin með kattar þrá. Við hjón áttum alltaf ketti áður en börnin komu til sögunnar, en höfum ekki nennt fyrr en nú að fá okkur kött. Og nú er hún Soffía búin að vera hjá okkur í 3 vikur og er yndislega hreint út sagt. Mér finnst eins og hún sé 3ja dóttirin. Hún er af góðu kyni - við þekkjum hálfbróður hennar og frænku - og hún er fædd á Sauðárkróki 12. júlí. Hún er svona ljós-gul- bröndótt, kelin, vitlaus og fjörug. Svo er svo notalegt að þegar ég stíg út úr sturtunni uppúr 06:00 og opna fram þá bíður hún eftir mér til að bjóða góðan dag þegar allir aðrir sofa. Og það er rosalega notalegt fyrir stelpurnar þegar hún er heima þegar þær koma heim úr skólanum. Nú þarf ég bara að fara með hana í sprautur og láta taka hana úr sambandi sem fyrst......
En við vorum náttúrulega komin með kattar þrá. Við hjón áttum alltaf ketti áður en börnin komu til sögunnar, en höfum ekki nennt fyrr en nú að fá okkur kött. Og nú er hún Soffía búin að vera hjá okkur í 3 vikur og er yndislega hreint út sagt. Mér finnst eins og hún sé 3ja dóttirin. Hún er af góðu kyni - við þekkjum hálfbróður hennar og frænku - og hún er fædd á Sauðárkróki 12. júlí. Hún er svona ljós-gul- bröndótt, kelin, vitlaus og fjörug. Svo er svo notalegt að þegar ég stíg út úr sturtunni uppúr 06:00 og opna fram þá bíður hún eftir mér til að bjóða góðan dag þegar allir aðrir sofa. Og það er rosalega notalegt fyrir stelpurnar þegar hún er heima þegar þær koma heim úr skólanum. Nú þarf ég bara að fara með hana í sprautur og láta taka hana úr sambandi sem fyrst......
2 Comments:
æ já, þær eru yndislegar þessar kisur (þegar þær eru góðar, þeas)
Loppa kúrir uppi í hjá okkur til skiptis á nóttunni...
Skagfirðingar eru alltaf bestir!
siggahg
Post a Comment
<< Home