Dalur/Fjörður
Í bílnum í gær var spurt um allt í sambandi við dali. Mín yngir vildi vita svona hvernig dalur væri - eða eiginlega sko að hún vissi alveg hvað fjörður og nes væru en ekki alveg viss um hvernig ætti að útskýra dal. Orðabók Árna Bö. míns gamla kennara og fararstjórar dregin fram yfir kvöldmatnum. Þar er dalur útskýrður einhverveginn þannig að hann hann sé með botn - ég skildi það þannig að ekki gengju aðrir dalir inn úr honum??????? Fjörður var aftur á móti útskýrður þannig að hann væri oft lengri en breiðari.
En ég lenti í vandræðum í bílnum - hafði ekki hugmynd um hvernig ætti að útskýra mun á dal og firði. Ekki nema að mér finnast firðir alltaf liggja að sjó, en það á ekki við um dali. Er ég algjörlega á villigötum og ófær um að ala upp börnin mín og kenna þeim "góða og gilda íslensku"?
En ég lenti í vandræðum í bílnum - hafði ekki hugmynd um hvernig ætti að útskýra mun á dal og firði. Ekki nema að mér finnast firðir alltaf liggja að sjó, en það á ekki við um dali. Er ég algjörlega á villigötum og ófær um að ala upp börnin mín og kenna þeim "góða og gilda íslensku"?
1 Comments:
ha, bíddu, fjörður er sjórinn sjálfur (það væri þá frekar munur á vík og firði eða flóa og firði) nema þegar það er einver þéttbýlisstaður sem heitir -fjörður. Dalur er stór lægð í landslagi, yfrleitt grafinn af einhverri á eða fljóti. Það geta alveg legið aðrir dalir inn úr dalbotni.
Post a Comment
<< Home