Thursday, February 02, 2006

Dyscalculus

Í Morgunblaðinu á þriðjudag - bls. 30 - er viðtal/grein um dyscalculus sem er það sama og dyslexia eða lesblinda. Ég vissi alveg að reikniblinda var til en ekki hversu víðtækar afleiðingar hún hefur fyrir einstaklinginn. Í greininni kemur fram að um helmingur lesblindra á einnig við reikniblindu að stríða. Annars er ekki rétt að kalla þetta reikniblindu því þetta snýr að svo mörgum öðrum þáttum heldur en bara reikningi.
Við lestu þessarar greinar fór hreinlega um mig gæsahúð og ég fékk í magann. Þarna var nákvæmlega verið að lýsa henni Önnu Kristínu eldri dóttur minni. Það er svo margt í umhverfinu sem þeir eiga erfitt með að átta sig á, þá vantar innri klukku, eiga erfitt með að að finna áttir og staðsetja sig og peningar vefjast fyrir þeim . Ég hef tengt þessa eiginleika Önnu við lesblinduna en það er svo óskaplega mikill léttir fyrir viðkomandi að fá þessa viðurkenningu að þetta sé ekki þeim að kenna vegna leti eða heimsku.
Þetta veldur miklu óöryggi hjá þeim sem eru dyscalculus og þeir þurfa rosa mikið öryggi og að þeim sé leiðbeint vel og hvernig haga á sér t.d. inn í búð. En það er lítið hægt að gera annað en að efla það sem þeir eru sterkir í - dálítið erfitt stundum þegar maður vill bara vera venjulegur unglingur og finns maður ekki vera eins og hinir.....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home