Tuesday, February 21, 2006

Ég og þú og þeir

Ég var náttúrulega með hinum selebbunum í loka júrópartí í miðbænum um helgina. Þarna voru allir ógsslega frægir og ógsslega töff og ég líka. Spjallaði við margan manninn og einna lengst við tvo sæta stráka, sellóleikara og pákuleikara sem komnir voru úr kjólfötunum. Svo var rosalega gaman að standa í biðröðinni í Lækjargötu og bíða eftir bíl. Þar hef ég ekki staðið síðan í maí 1999. Þetta fór allt vel fram, veðrið gott og ekkert vesen. Gaman að fylgjast með öllu þessu unga fólki - ég var örugglega amman á staðnum. En eitt var öðruvísi en í gamla daga þegar maður var úti fram á nætur og það var að allir voru étandi eitthvað. Nú er náttúrulega allt opið á skyndibitastöðum fram á nótt og það voru þarna nokkur valtir á völu fæti með mæjones út á kinn. En ósköp var þetta eitthvað fallegt ungt fólk.
Ég segi alltaf að það hafi orðið mér til lífs að staðir lokuðu á skikkanlegum tíma þegar ég var upp á mitt besta í djamminu. Ég væri örugglega alltaf til sex á morgnanna ef ég væri á djammaldrinum....

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mér finnst bloggið þitt svo skemmtilegt! Ari sendir knús til frænku sinnar. Ég bið að heilsa fólkinu þínu elskan mín.

11:04 am  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að heyra frá þér!!!!Knús til Ara míns - nú verð ég að fá að sjá hann almennilega bráðlega
K.

1:19 pm  

Post a Comment

<< Home