Tuesday, February 21, 2006

Örrferð

Vorum tæpan sólarhring í bústaðnum góða um helgina. Sólarlagið á föstudagseftirmiðdeginum var hreint dásamlegt - Hvítáin varð ekki hvít lengur heldur fagur bleik. Pottur og lamb og freyðivík. Brunch daginn eftir samanstóð af ristuðu fransbrauði með ofurlitlu mæjó, sardínum og harðsoðnum eggjum. Algjört ljúfmeti. Fórum heim milli 14:00 og 15:00 - sú yngri átti að mæta í afmæli og ég að sinna skyldustörfum. Umræðurnar í bílnum fóru um víðan völl. Sú yngri hélt langa tölu um goðin, hún er akkúrat að læra goðafræði þessa dagana. Mest ræddi hún um Hel sem hún sagði reyndar að væri hálf goð/gyðja. Sú eldri pældi aðallega í því hvort unglingar sem hefðu verið saman gætu verið vinir þegar þau hættu saman. Milli þessara umræðna var Rás 2 á í útvarpinu og ég svona hálf að reyna að hlusta á viðtal við Baggalút......Lífið fer í margar áttir......

0 Comments:

Post a Comment

<< Home