Köttur/stelpa
Við hjón erum sannfærð um að kötturinn okkar Soffía heldur að hún sé þriðja stelpan á heimilinu og hagar sér samkvæmt því. Óttalega krúttlegt. Í fyrradag kom ég t.d. að henni þar sem hún sat í baðkarinu akkúrat undir sturtunni og þreif sig hátt og lágt. Tek það fram að ekki rann vatn úr sturtunni!!
Ég gær morgun fór hún síðan í skóla stelpnanna og gekk þar um ganga prúð og frjálsleg í fasi og leist best á matreiðslustofuna og stormaði þar inn. Í gærkvöldi lágum við síðan í hrúgu hjónin og sú yngir og horfðum á Survivor - kemur ekki Soffía töltandi og vill vera með.Hún var boðin velkomin og lagðist hún síðan á bakið með lappir upp í loft og lét fara vel um sig. Soffí er æðisleg kisa......
Ég gær morgun fór hún síðan í skóla stelpnanna og gekk þar um ganga prúð og frjálsleg í fasi og leist best á matreiðslustofuna og stormaði þar inn. Í gærkvöldi lágum við síðan í hrúgu hjónin og sú yngir og horfðum á Survivor - kemur ekki Soffía töltandi og vill vera með.Hún var boðin velkomin og lagðist hún síðan á bakið með lappir upp í loft og lét fara vel um sig. Soffí er æðisleg kisa......
2 Comments:
Loppa okkar er líka svona, vill alltaf vera með okkur, fer með í gönguferðir, kúrir upp í á nóttinni og svoleiðis. Frábærar kisur, sem við eigum :-)
Kisur eru bara snilldarskepnur!
Post a Comment
<< Home