Merkjavörudruslur
Þar kom að því - sú eldri er orðin heltekin af því hvað föt heita. Ég fæ reglulega - of reglulega - fyrirlestra um að þessi og hin bekkjarsystirin eigi buxur sem heita þetta og ........þessi á meira að segja tvær svona og einar svona....
Ég ætla ekki að lýsa hvað mér þykur þetta ömurleg umræða - að einhverjar buxur sem kosta á bilinum 12 - 18 þúsund séu það sem lífið snýst um núna. Hún hefur hingað til haft áhuga á að klæða sig fallega og er það hið besta mál, en fötin hafa aldrei þurft að heita eitthvað og engu máli skipt hvað þau kosta. Í umræðum um þetta um daginn þá upplýsti ég hana að það væri hægt að fljúga til London og aftur til baka fyrir verð einna gallabuxna - hún varð dálítið hugsi yfir því.
Ég hef ekki áhuga á að kaupa einhverjar druslubuxur á 15 þúsund fyrir barn sem ekki er orðið 13 ára. Og get ekki. Þetta er víst bara byrjunini - svo er ferming næsta ár og mér skilst að stelpur taka þessu svo alvarlega að það sé á við að planleggja konunglegt brúðkaup að plana fermingu. Svo fara þær víst naglaaðgerðir, meikupp og fleira og fleira. Nú er að vera fastur fyrir - aðallega þó að gera stelpunum grein fyrir hversu mikið hjóm þetta er.
Heilbrigð skynsemi - það er málið.......
Ég ætla ekki að lýsa hvað mér þykur þetta ömurleg umræða - að einhverjar buxur sem kosta á bilinum 12 - 18 þúsund séu það sem lífið snýst um núna. Hún hefur hingað til haft áhuga á að klæða sig fallega og er það hið besta mál, en fötin hafa aldrei þurft að heita eitthvað og engu máli skipt hvað þau kosta. Í umræðum um þetta um daginn þá upplýsti ég hana að það væri hægt að fljúga til London og aftur til baka fyrir verð einna gallabuxna - hún varð dálítið hugsi yfir því.
Ég hef ekki áhuga á að kaupa einhverjar druslubuxur á 15 þúsund fyrir barn sem ekki er orðið 13 ára. Og get ekki. Þetta er víst bara byrjunini - svo er ferming næsta ár og mér skilst að stelpur taka þessu svo alvarlega að það sé á við að planleggja konunglegt brúðkaup að plana fermingu. Svo fara þær víst naglaaðgerðir, meikupp og fleira og fleira. Nú er að vera fastur fyrir - aðallega þó að gera stelpunum grein fyrir hversu mikið hjóm þetta er.
Heilbrigð skynsemi - það er málið.......
1 Comments:
nei, veistu, í vinkvennahópnum (og reyndar öllum fermingarhópnum) hennar Fífu er ekki ein einasta stelpa sem dettur í hug að fara í ljós og strípur og augnháraplokkun, mögulega létta förðun, varla greiðslu. Það eru enn til skynsamir krakkar! Held að þessar kórvinkonur séu í sama pakkanum.
Post a Comment
<< Home