Friday, February 17, 2006

Lífið er yndislegt - ég geri það sem ég vil

Ætli frjálshyggjufólk syngji þennan texta Ný Danskra á fundum sínum.
Þeir vilja innflutning á vægara dópi svo sem hassi og maríjúanna - það er jú hverjum í sjálfsvald sett hvað hann setur í sig - það á alls ekki að banna reykingar á opinberum stöðum og nú síðast heyrði ég rök gegn því að styrkja þá sem vilja fara til útlanda til að ættleiða börn. Einhver frjálshyggju fraukan var með þau rök að það væri verið að mismuna á grundvelli þess að margir tækju þá ákvörðun að eignast ekki börn yfir höfuð fjárhagsins vegna. Jæja - ætti ekki heldur að gera fólki það kleyft að eignast börn t.d. með því að hækka laun þeirra sem minnst hafa. Svo veit þessi ágæta kona greinilega ekki að hvert mannslíf á Íslandi er metið á 70 - 80 miljónir að meðaltali. Þetta er samkvæmt tölum frá Hagfræðistofnun Háskólans frá að ég held 1996 - væntanlega eru til nýrri tölur. Þetta er náttúrulega meðaltal - það er ekki sama arðsemi af 80 ára gamalli manneskju eins og þeirri 30 ára gamalli - en einu sinni var þessi 80 ára gamla manneskja 30 ára. Því fleiri sem við Íslendingar erum því léttari verða byrgðarnar. Mér finns því skjóta skökku við að ekki skuli vera hægt að greiða styrk vegna ættleiðingar upp á t.d. 500 þúsund þegar við vitum að þessi manneskja á eftir að skila milli 70 og 80 miljón króna í þjóðarbúið.
Svo er það með takmarka eins og hægt er aðgang að barnaklámssíðum - er það ekki að skerða frelsi samkvæmt bókum frjálshyggju fólksins. Ég spyr. Svei attann

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Í frumskóginum eru það hinir stóru og sterku sem lifa. Hér ríkir hálfgert frumskógarlögmál. Hinir ríku og freku komast af.

11:46 am  

Post a Comment

<< Home