Friday, March 10, 2006

Heimili í rúst og góð kaup

Það er ótrúlegt drasl heima hjá mér. Við erum að setja stelpurnar í sitthvort herbergið - þær hafa verið sælar og glaðar saman en nú er sú eldri að verða 13 ára og vildi fá sitt prívasí. Þá fórum við í hrókeringar; hún fær okkar herbergi og við í herbergi sem við létum gera þegar við fluttum og höfðum alltaf hugsað okkur sem hjónaherbergi. Síðan er lítið herbergi sem hefur hingað til gengið undir heitinu "tölvuherbergi" en hver þarf slíkt núna með fartölvur. Í það herbergi keyptum við líka þessar fínu hillur í Góða hirðinum. Þetta eru svona breiðar hillur sem voru rosalega vinsælar einu sinni með bogadregnum stál-stoðum. Fullt af hilluplássi fyrir fimm þúsund kall. Þetta hentar okkur alveg því okkur vantaði ekki bókahillur heldur hillur til að geyma í. Síðan er ég búin að flokka og henda og taka alla skápa í gegn - það er nú þegar komin heill tröllasmokkur sem ég ætla að gefa í Rauða Krossinn. Ég er svo komin með fullt af þessum Ikea snyrtimennsku kössum - reyndar allar stærðir og gerðir, þegar ég er komin með alla þessa kassa eins þá bið ég ykkur að taka í taumana - þar sem ég set dittinn og dattinnn og raða fallega í hillurnar. Við gerðum líka rosa góð kaup í Ikea því við förum allaf í hornherbergið þar sem tilboðin eru - þar beið okkar líka þessi fíni gólflampi sem hafði verið sýnishorn og sá ekki á. Við stukkum á hann.
Það er rosalegt allt heima - en komm on - ég klára þetta í næstu viku og þá verður allt sjúklega fínt og snyrtó og ég þarf ekki að kvíða þessu lengur og get átt frí um páska.......Ég sagði eitthvað á þá leið að þetta yrði snyrtilegasta íbúðin í Reykjavík - dætrunum fannst nú réttar að segja frekar "kannski í götunni"

0 Comments:

Post a Comment

<< Home