Wednesday, March 15, 2006

Hvar er ég að misskilja

Það má ekki kaupa eiturlyf, það má t.d. ekki kaupa smyglað áfengi og það má ekki kaupa áfengi fyrir þá sem eru yngri en 20 ára. Og fleira og fleira sem hægt er að sekta mann fyrir.
En af hverju má kaupa konur? Af hverju er svona fjarstæðukennt að setja lög um það - ég næ þessu ekki.

3 Comments:

Blogger Þórdís Gísladóttir said...

Tjahh, hvers vegna má ég ekki selja mig ef ég vil? Reyndar sel ég mig vinnuveitanda mínum á hverjum degi ef út í það er farið.

Ég gæti skrifað langt sníkjublogg hér en í stuttu máli finnst mér að nóg ætti að vera að banna mansal og aðra misnotkun á fólki og þá væri stærsti hluti vændis innifalinn í banninu.

4:41 pm  
Blogger Þórdís Gísladóttir said...

Sníkjublogg 2:
Þetta tvennt sem ég nefndi er sjálfsagt bannað en án þess að banninu sé framfylgt.

4:43 pm  
Anonymous Anonymous said...

Tja - hversvegna má ég ekki kaupa smiglað áfegni ef ég vil. Það er nú ýmislegt í lögum sem bannar misnotkun á fólki en einhvernveginn þá hlýtur misnotkun á konum á þennan hátt náð fyrir augum stjórnvalda
Kristín Björg

6:51 am  

Post a Comment

<< Home