Friday, March 10, 2006

Ari, Ari, Ari og frænka

Ég fæ Ara Dignus í pass á morgun og ætlar hann að gista - tæpleg eins árs ljúflingur. Ég get ekki beðið og hlakka ofsalega til að fá lítinn kút til að kitla og kyssa og vakna með á sunnudagsmorgninum. Svona fer lífið í hring: amma Ara passaði mig þegar ég var smábarn, ég passaði pabba hans oft og mikið, pabbi hans og mamma pössuðu mínar dætur og nú fáum við elskuna litlu til okkar. Ég á ekki von á að verða amma fyrr en ég verð fjörgömul en gleð mig við annara börn.....

0 Comments:

Post a Comment

<< Home