Friday, March 24, 2006

Dr. Phil

Ég horfði á helvítis viðbjóð í tækinu um daginn þar sem komin var Dr. Phil og píndi og braut niður og grætti feitt fólk. Andskotinn - í nafni einhverrar góðmennsku og sálfræðings kjaftæði þá talai hann svo ógeðslega - þú hefur komið þér í þetta sjálf - þú verður að kveðja alllt þetta neikvæða inni í þér - sjáðu hvernig þú ert og það er allt þér að kenna - lífið hefur verið þér svo hræðilegt að þú borðar til að horfast ekki í augu við raunveruleikann - þú ert allt of lin við alla í kringum þig og borðar þessvegna - þetta hljómar kannski ekkert hræðilega en prófið að horfa á hann seinni partinn á skjá einum þar sem hannn er með of feita í meðferð.
Þegar ég síðast vissi þá er fólk yfirleitt of feitt af því það borðar of mikið - allavega er það þannig hjá mér. Og þessi ótti þeirra mjóu við að verða feit og hvílíku hörmungs lífi við hljótum að lifa og að við séum sífellt að reyna að breyta okkur og okkur geti ekki liðið vel og svoleiðis endemis kjaftæði. Fyrir utan nú hvað við hljótum nú að vera löt og hyskin og hugsa illa um okkur. Ég neita því ekki að heilsunar vegna er þetta ekki gott. En nú er komið nóg af búðum fyrir yfirstæðarkonur og það er ekki vandamál. Ef ég á að vera óhamingjusöm þá lýsi ég eftir öllu þessu hamingjusama mjóa fólki.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Thetta myndi vera kallad ad veri i afneitun

5:08 pm  

Post a Comment

<< Home