Helgin
Nú ætla ég að vera voða fyndin og segja að ég hafi upplifað "Lost weekend". Málið er það að nú erum við hjón komin í klúbb með þeim sem horfa á heilu seríurnar samfellt og fílum í botn. Nú var það Lost yfir helgina. Vöktum allt of lengi frameftir á föstudeginum - alltaf "bara einn í viðbót". Gulli þurfti síðan að fara klukkan 04:00 til að senda út tímatökuna á formúlunni. Hann skreið uppí um 08:00 og korterí síðar hringdi klukkan á mig. Framundan borðtennismót hjá þeirri yngir á Hvolsvelli. Við hittumst síðan öll fjögur í bústaðnum seinnipartinn en það verður að segjast að við vorum ekkert yfir okkur hress og lífleg. Veðrið var eins og á sumardegi - hitinn 11 stig og engin súld í Grímsnesiun. Eftir potta ferð með freyðivín og hugguleg heitum elduðum við lamba fillet. Lamb, matur, rauðvín, heitur pottur = detta útaf snemma. Það varð því heldur lítið úr spilum og öðru skemmtilegu á laugardagskvöldinu. Allir hressir í gær og heimavinna dætranna meira og minna afgreidd í sveitinni. Gott að koma heim - 3 þættir af Lost í gærkvöldi....
3 Comments:
Þetta skiljum við á mínu heimili of vel! Nennum varla lengur að horfa á leikna sjónvarpsþætti nema hafa þá alla á dvd og getum svo ráðið hvenær við horfum á þá og hve marga! Held samt að þetta LOST dæmi endi í einhverju Twin Peaks rugli... handritshöfundarnir hafa örugglega ekki hugmynd um hvernig þeir ætla að enda þetta...
æ, ég vona ekki.
Samkvæmt heimasíðunni eru næstu þættir þessir:
16. þáttur 22. mars,
17. þáttur er skráður 29. mars,
18. þáttur 5. apríl og
19. þáttur 19. apríl
Airdate Episode Title
2006-03-22 2x16 The Whole Truth
2006-03-29 2x17 Lockdown
2006-04-05 2x18 Dave
2006-04-19 2x19 S.O.S.
bara að þeir klári þetta núna í vetur, ég VIIIL fá almennilegan enda á þetta, ekkert rugl!
Sko við vorum að horfa á 15. þátt af 16 í gær - en svo var ekki sá síðasti. Þetta kom Gulli með heim í síðustu viku....Mér finnst þeir enn alveg rosalega spennandi...hvert eruð þið komnar þ.e. hvað er að ske í ykkar þáttum...?
k.
Post a Comment
<< Home