Langt síðan ég hef bloggað
Jæja elskurnar mínar - ég hef ekki skrifað hér í langan tíma. Ástæðn er sú að það hefur verið hreint út sagt ótrúlega mikið að gera!!! Vinnan hefur verið rosalega mikil, umferðarskóli, bókaútgáfa, bæklingagerð, sýning í laugardalshöll og svon mætti lengi telja. Svo virðist þessi tími einhvernveginn vera tími samkvæmislífs. Ég er sjaldnar duglegri að bjóða fólki heim og get státað af 2 matarboðum og kaffiboði o.fl. og fl. En allavega hápunktur vikunnar sem er að ljúka er 15 ára brúðkaupsafmæli okkar Gulla. Upp á það var haldið 21. júní - daginn sem sumarið kom í Reykjavík. Ekki voru nú veisluhöldin eða brjálæðið - við fórum niðrí bæ með dætur okkar í blíðviðrinu og sétum ásamt hinum Reykvíkingunum við Austurvöll og stötruðum öl og nibbluðum á góðgæti. Fórum síðan til Wincie frænku og skáluðum í viskí með henni og Bill Holm. Vorum komin heim í tæka tíð fyrir seinni hálfleik Argentínu og Hollands!!!
Nei það besta við brúðkaupsafmælið er að geta haldið upp á þennan dag með þeim sem maður elskar. Ég hef verið svo gæfu söm að hafa verið í sambandi við mann sem ég elska sl 17 ár og það er ekkert lítil gæfa. Saman eigum við svo dætur okkar yndislegar 10 og 13 ára. Ég fór til vinnu þarna 21. júní og allir sváfu heima. Ég horfði á hnakkann á manni mínum og hugsaði hvað hann væri nú talsvert gráhærðari en hann var 1989 - síðan leit ég inn til stelpnanna og varð öll væmin á svipinn og táraðist yfir þessari endalausu gæfu.
Eins og segir í Sound of Music "....for somewhere in my youth and childhood I must have done something good...."
Nei það besta við brúðkaupsafmælið er að geta haldið upp á þennan dag með þeim sem maður elskar. Ég hef verið svo gæfu söm að hafa verið í sambandi við mann sem ég elska sl 17 ár og það er ekkert lítil gæfa. Saman eigum við svo dætur okkar yndislegar 10 og 13 ára. Ég fór til vinnu þarna 21. júní og allir sváfu heima. Ég horfði á hnakkann á manni mínum og hugsaði hvað hann væri nú talsvert gráhærðari en hann var 1989 - síðan leit ég inn til stelpnanna og varð öll væmin á svipinn og táraðist yfir þessari endalausu gæfu.
Eins og segir í Sound of Music "....for somewhere in my youth and childhood I must have done something good...."
4 Comments:
Ooooooooo
siggahg
Ahaaa, Wincie frænka kenndi mér í skóla þegar ég var þar á gamalsaldri
til hamingju með þetta :-)
Síðbúnar hamingjuóskir með daginn :-*
Post a Comment
<< Home