Tuesday, July 25, 2006

Cat on a hot tin roof

Nú er Soffía búin að uppgötva þakgluggana á heimilinu og spígsporar um þökin í allri lengjunni. Það væri svo sem allt í lagi nema að í tveim næstu húsum eru líka þakgluggar. Hún gerði sig heimakomna í næsta húsi í fyrrakvöld og kom svo heim eftir þakinu aftur. Það sem verra er að um helgina þá fór hún inn í þarnæsta húsi og hundur heimilisins - pínulítill silki terrier - var ekki par ánægður og lét öllum illum látum um miðja nótt. En mikið skil ég blessaða kisunu - að hafa þetta fína útsýni af volgu þakinu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home