Helgin
Já - helgin var bara þrusu góð - losnaði ekki úr vinnu fyrr en að verða 18:00 á föstudaginn og það er dálítið seint. Laugardagurinn var algjör letidagur og sat fjölskyldan yfir dagblaðalestri með viðeigandi geispum og stunum. Drusluðumst þó úr sloppunum og í föt því leiðin lá til Keflavíkur ásamt fleirum þar sem okkar beið dýrindis matarboð.......Átta fullorðnir og þrjú börn og stóð stuðið til 02:00. Mikið hlegið og látið illa Maturinn var æði - byrjaði með skelfisk úr ofni með osti yfir, síðan komu tómatar með mozarella og fullt af basil - eitthvað algjörlega sem ég fíla og aðalrétturinn var af grillinu - ekki eitthvað hefðbundið heldur grilluð hrefna og var hún rosalega góð. Hún var mismunandi done - ég hélt mig þó við vel grillað. Eftirmaturinn berjabomba með after eight inn í ofni. Nammi nammi nammi - og vel veitt í hvítu og rauðu. Svona eiga laugardagskvöld að vera.
Ég var öllu duglegri í gær en á laugardaginn. Tókst að tuskast eitthvað til heima hjá mér - það er nú það allra allra allra leiðinglegast sem ég geri en ég sá þó að eitthvað hafði verið gert. Öll fjölskyldan að sjálfsögðu með í átakinu. Þvegið, straujað og skipt á rúmum......Nú er næsta mál á dagskrá að taka þvottahúsið í gegn - það skal verða almennilegt í lok vikunnar
Ég var öllu duglegri í gær en á laugardaginn. Tókst að tuskast eitthvað til heima hjá mér - það er nú það allra allra allra leiðinglegast sem ég geri en ég sá þó að eitthvað hafði verið gert. Öll fjölskyldan að sjálfsögðu með í átakinu. Þvegið, straujað og skipt á rúmum......Nú er næsta mál á dagskrá að taka þvottahúsið í gegn - það skal verða almennilegt í lok vikunnar
0 Comments:
Post a Comment
<< Home