....og sætta mig við það sem ég get ekki breytt
Er það ekki einhvernvegin svona sem æðrluleysisbænin endar? Ég hef verið svo dugleg að sætta mig við þetta veður - verið jákvæð og hugsað sem svo að ég geti engu breytt og að góða veðrið kæmi örugglega síðar í sumar. En í morgun var þolinmæði mín á þrotum. Þegar ég átti að fara á fætur þá dundi rigningin á gluggum og þaki fyrir ofna mig og mig langaði mest að halda áfram að kúra og fara aldrei á fætur aftur. En það var engin miskun - vinnan kallaði. Og ekki bætti úr skák að allir sofa heima - meira að segja kisa svaf og rumskaði ekki við bröltið í mér - þá var nú fokið í flest skjól. Og þegar ég kom út í bíl þá hafði uppblásið dót úr nærliggjandi garði fokið út í innkeyrsluna. Og vitiði hvaða dót þetta var? Uppblásinn bátur.......táknrænt
0 Comments:
Post a Comment
<< Home